Æfingabúðir í frjálsíþróttum á Dalvík í janúar

Ungmennasamband Eyjafjarðar (UMSE)  mun  halda  árlegar  frjálsíþróttaæfingabúðir   á  Dalvík  4.‑5.  janúar.

Þátttaka í æfingabúðunum er opin fyrir alla frjálsíþróttakrakka 11 ára og eldri.  Félög utan UMSE eru velkomin til þátttöku.  Æfingar fara fram í Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar og gist verður í Dalvíkurskóla.

Þjálfarar verða Unnar Vilhjálmsson, einn reyndasti frjálsíþróttaþjálfari landsins og Þórunn  Erlingsdóttir, frjálsíþróttaþjálfari og verkefnastjóri unglingalandsliðsmála hjá FRÍ.

Búðirnar hefjast að loknu Nýársmóti UMSE í frjálsíþróttum laugardaginn 4. janúar.

Gjaldið fyrir þátttöku í búðirnar er 4.500 kr á mann.  Ef einnig er tekið þátt í Nýársmóti   er  þátttökugjaldið  6.000 kr.  Innifalið er fullt fæði og gisting, allar æfingar og sund.

Skráning fer fram á netfanginu frjalsar@umse.is eða í síma 6602953 fyrir 30. desember.

Fararstjórar þurfa að fylgja þátttakendum frá hverju félagi (fararstjórar  greiða  ekki  fyrir  gistingu og fæði).

Fyrirlestrar  

Í tengslum við æfingabúðirnar verða tveir opnir fyrirlestrar fyrir íþróttafólk.  Sonja Sif  Jóhannsdóttir, íþróttafræðingur, mun fjalla um heilbrigðan lífstíl og Ellert Örn Erlingsson  íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála á Akureyri mun fjalla um    markmiðasetningu í íþróttum.

Skráning fer fram á netfanginu frjalsar@umse.is eða í síma 6602953 fyrir 30. desember.

Frjálsíþróttaæfingabúðir

Heimild: dalvikport.is