Frítt inn á söfnin á sumardaginn fyrsta
Eyfirsku söfnin fagna sumarkomu og bjóða íbúum og gestum svæðisins í heimsókn á Sumardaginn fyrsta.
Við hvetjum alla til þess að grípa tækifærið, njóta þess að upplifa menningarlegan sumardag og heimsækja eins mörg söfn og setur og kostur er, allt frá Siglufirði til Grenivíkur og út í Hrísey.
