Frítt í sund á Akureyri um helgina

Ókeypis verður í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug helgina laugardaginn 14. desember og sunnudaginn 15. desember. Akureyringar eru hvattir til að nota tækifærið, skella sér í hressandi jólabað og nýta frábæra aðstöðu í sundlaugum sveitarfélagsins án endurgjalds þessa daga.

Um leið er vakin athygli á því að afgreiðslutími Sundlaugar Akureyrar hefur verið aukinn nú um hátíðarnar og verður að þessu sinni opið annan í jólum frá kl. 11-17. Einnig er vert að geta kertakvöldsins sem haldið verður föstudagskvöldið 20. desember frá kl. 17-21.