Nú geta íbúar Fjallabyggðar sem eru 67 ára og eldri nýtt sér aðstöðu í líkamsræktarstöðvum og farið í sund í Fjallabyggð án endurgjalds. Sama gildir um öryrkja búsetta í Fjallabyggð en þeir þurfa að framvísa örorkuskírteini eða staðfestingu á 75% örorku. Við fyrstu komu í íþróttamiðstöðina fá eldri borgarar útgefið kort sem þeir svo sýna við næstu komu í íþróttamiðstöðina.