Frítt að veiða í Hólsá á Siglufirði

Nú hefur verið komið upp veiðibók fyrir Fjarðarána á Siglufirði (sem sumir kalla líka Hólsá). Bókin er staðsett norðan megin við brúna, við suðurenda flugvallarins á Siglufirði. Eru veiðimenn beðnir um að skrá alla veiði í bókina. Ekki þarf veiðileyfi til að veiða í ánni og er ekki fjöldatakmarkanir. Skráningin er fyrst og fremst til að halda utanum það hversu mikið veiðist í ánni á ári hverju.

Texti: Fjallabyggð.is / Gísli Rúnar.