Frítt á skíði í Fjallabyggð

Í tilefni World Snow day, eða alþjóðlega skíðadagsins þá er frítt fyrir alla á skíði í Tindaöxl í Ólafsfirði og er lyftan opin þar. Á Siglufirði er einnig opið og frítt fyrir yngri en 17 ára. Þar er hiti um 3 stig og léttskýjað. Þar verður byrjendakennsla á skíði milli kl. 13 og 15.

Á Skíðasvæði Dalvíkur hefst dagskráin kl. 12 og lýkur kl. 15.  Frítt er í fjallið fyrir 17 ára og yngri og boðið verður upp á skíðakennslu frá kl. 12:00-14:00, þá er 30% afsláttur í skíðaleigunni.

Sigló mars 2009 078 (Medium)