Íbúum Fjallabyggðar og öðrum gestum er boðið á jólatónleika í Bátahúsi Síldarminjasafnsins í kvöld, sunnudaginn 10. desember kl. 20:00.
Þau Daníel Pétur Daníelsson, Edda Björk Jónsdóttir, Hörður Ingi Kristjánsson og Tinna Hjaltadóttir ætla að flytja úrvals jólalög og skemmta gestum.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.