Frír hálkusandur fyrir Akureyringa

Akureyrarbær býður nú bæjarbúum ókeypis saltblandaðan sand til að nota til hálkuvarna við heimili sín. Hægt er að sækja sand í fötur eða önnur ílát í hrúgur sem eru annars vegar við grenndargáminn norðan við Ráðhús Akureyrarbæjar og hins vegar á planinu við Framkvæmdamiðstöð á Rangárvöllum. Ekki er heimilt að sækja sand í kerrur eða með öðrum stórtækum hætti.

Um tilraunaverkefni er að ræða en ef það mælist vel fyrir og gengur vel er ekki ólíklegt að hálkuvarnarefni verði komið fyrir víðar um bæinn innan tíðar.

Hálkusandur

Ljósmynd frá Vikudagur.is