Friðrik Ómar í Siglufjarðarkirkju

Dalvíkingurinn Friðrik Ómar heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju miðvikudagskvöldið 9. apríl kl. 20:30. Tónleikarröðin heitir Kveðja og eru lögin sálmar og saknaðarsöngvar sem hann mun syngja um land allt. Fimmtudaginn 10. apríl verður hann svo einnig með tónleika í Dalvíkurkirkju.

Miðar aðeins seldir við inngang.

Hægt er að hlusta á tóndæmi af plötunni Kveðja hér.

Platan KVEÐJA með Friðriki Ómari kom út í nóvember á síðasta ári.  Til að auka á upplifun gesta hefur grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir hannað hreyfimyndir sem sýndar verða meðan á tónleikunum stendur. Saman munu þau sjá til þess að gestirnir upplifi tilfinningaríka stund þegar lög eins og  Hærra minn guð til þín, Heyr mína bæn, Kveðja, Söknuður, Í bljúgri bæn og Ave Maria munu verða flutt af Friðriki Ómari og félögum.

BANNER_fridrikomar-960x400