Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað.  Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.

Friðarhlaupið verður í Fjallabyggð 1. júlí og fer frá Akureyri til Dalvíkur, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar og Hofsós.

Áætlaður tími:

  • kl.12.00 – Dalvík
  • kl.13.30 – Ólafsfjörður
  • kl.14.45 – Siglufjörður

Nánari upplýsingar: Torfi Leósson, s.697-3974 og Laufey Haraldsdóttir, s.695-5696 og www.fridarhlaup.is