Freyja nálgast Eyjafjörð

Varðskipinu Freyju gekk vel að sigla í nótt upp með Austurlandi og áfram með Norðausturlandi. Skipið er nú staðsett skammt frá Eyjafirði og allt stefnir í að tímasetningar standist fyrir hátíðina í dag. Skipið leggst að höfn á Siglufirði kl. 13:30 í dag og hefst þá hátíð á bryggjunni og geta íbúar og gestir skoðað skipið í framhaldinu.

Varðskipið Týr býður nú í Eyjafirði eftir Freyju en skipin mun sigla saman síðasta spölinn.