Javon Jerrod Sample er markmaður Knattspyrnufélags Fjallabyggðar. Hann var í viðtali við vefinn Hedinsfjordur.is nú skömmu eftir að Íslandsmótinu lauk. Javon kom til Íslands fyrst árið 2019 þegar vinur hans hér á landi benti honum á möguleikann að koma til landsins. Javon kom hingað án þess að vera kominn með vinnu eða lið til að spila fyrir og án umboðsmanns. Það rættist samt úr þessu og fékk hann samning hjá Einherja á Vopnafirði og vinnu hjá bæjarvinnunni í Vopnafirði. Hann er frá Trinidad og hefur leikið fyrir yngri landslið landsins. Trinidad er eyja rétt fyrir utan Venesúela, svo hann þekkir eyjalífið vel. Port of Spain er höfuðborg Trinidad en þar er hann upp alinn. Javon spilaði tvö tímabil með Einherja áður en hann fór á stuttan samning til Dalvíkur/Reynis árið 2020. Javon samdi svo við KF árið 2021 og hefur nú leikið 113 leiki hér á landi.
Javon kom hingað sem einhleypur maður en var svo heppinn að kynnast konu sinni hér á landi og eiga þau nú börn og búa í Ólafsfirði. Javon vinnur nú fyrir Primex á Siglufirði.
Javon svaraði nokkrum spurningum hér að neðan og þær birtast einnig á ensku neðar í greininni. Þökkum Javon kærlega fyrir spjalli og óskum honum alls hins besta í fótboltanum og einkalífinu í framtíðinni.
English below:
Viðtal – Javon Jerrod Sample
Hvernig kom það til að þú fórst að spila knattspyrnu á Íslandi? Varstu með umboðsmann á þessum tíma?
Ég var ekki með umboðsmann þegar ég kom til Íslands árið 2019. Ég átti vin að nafni Keston George sem hafði nýlega samið við liðið Kórdrengi. Einn daginn spurði hann mig hvort ég vildi koma að spila á Íslandi og ég notaði tækifærið þó ég vissi ekkert um landið. Einu skiptin sem ég hafði heyrt um Ísland voru frá Evrópumótinu árið 2016.
Þú fékkst samning hjá KF árið 2021 þegar Slobotan var þjálfari. Hvernig voru fyrstu árin hjá KF með svona reynslumikinn þjálfara og taka við sem aðalmarkmaður liðsins þegar Dóri setti skóna á hilluna?
Fyrstu árin hjá mér undir stjórn Slobodan voru upp og ofan vegna þess að ég meiddist rétt áður en tímabilið byrjaði árið 2021 og ég þurfti að fara í aðgerð svo ég var að mestu að reyna að komast aftur í gott form Að verða númer eitt eftir að Dóri hætti sem markmaður var frábært fyrir mig og ég var virkilega ánægður með að Slobodan sýndi mér traust!
Þú hefur spilað á Íslandi í sex ár, bjóstu við að stoppa svona lengi þegar þú komst hérna fyrst?
Í hreinskilni sagt, nei ég bjóst ekki við að vera svona lengi á Íslandi en ég hitti konuna mína hér og við enduðum með tvö falleg börn.
Hvaða störf hefur þú unnið hér á landi samhliða því að spila knattspyrnu?
Árið 2019 vann ég í bæjarvinnunni á Vopnafirði, svo flutti ég til Akureyrar og vann á veitingastað. Núna vinn ég hjá Primex á Siglufirði.
Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í fótboltanum sem þú horfðir upp til þegar þú varst yngri?
Ég er með marga mismunandi markverði sem ég lít upp til en ég myndi segja að fyrirmynd númer eitt væri pabbi sem var líka markvörður.
Hvernig líst þér á baráttuna í 3. deildinin á næsta ár? Þú hefur spilað áður með Einherja í deildinni og það verður erfitt að fara beint upp aftur?
Á næsta ári verður baráttan í þriðju deild mjög hörð og ég segi það vegna þess að ég held að það sé ekki mikill munur á stigi frá annarri deild, en fyrir okkur sem lið þurfum við að bæta okkur mikið ef við ætlum að komast aftur beint upp um deild.
Interview – Javon Jerrod Sample
Hi my full name is Javon Jerrod Sample from Port-of Spain Trinidad. I have been a professional goalkeeper for 12 years now and I think it’s my life really, its what I always wanted to do!! Things have changed a little since I moved to Iceland but I always loved playing in the goal and giving my all whenever I’m needed. i represented my national team at U20 and U23 level and still have the ambition of representing at senior level one day.
How did it come about when you first came playing in Iceland in 2019 to play for Einherji in Vopnafjörður? Did you have an agent and did you know anything about Iceland at that time?
I didn’t have an agent when I came to Iceland in 2019. I had a friend by the name of Keston George who had recently signed with Kórdrengir. One day he asked me if I would like to come play in Iceland and I took the opportunity even tho I didn’t know anything about the country. The only times I had heard about Iceland was from the 2016 euros.
You were signed for KF in the year 2021 by Slobotan. How were the first years with experience coach like Slobotan, and taking over as goalkeeper number one for the team when Dóri quit playing?
The first years for me under Slobodan was up and down because I got injured just before the season started in 2021 and I had to do a surgery so I was mostly trying to get back to full fitness. Becoming the number one after Dóri retired was great for me and I was really happy that Slobodan showed the confidence in me!
You have been playing in Iceland for six years, did you expect to stay so long when you first arrived here?
Honestly, no I didn’t expect to stay in Iceland so long but i met my wife here and we ended up having two beautiful kids.
What jobs have you been working on while playing for team Einherji, Dalvík/Reynir and KF?
In 2019 I worked in bæjar vinnan In Vopnafjörður, then I moved to Akureyri and worked a little In a restaurant. And now I work at Primex in Siglufjörður.
Do you have any role models for goalkeepers, that you have looked up to when growing up?
I have a lot of different goalkeepers I look up to but I would say my number one role model is my dad who was also a goalkeeper.
What do you think of next years 3. Division battle? You have played there before with Einherji, and it´s hard to go straight up.
Next year the battle in third division will be really tough and I say that because I don’t think there is much difference in the level from second division, but for us as a team we will need to improve a lot if we want to come back up straight away!
How if the life in Ólafsfjörður, how does a regular day look like for you?
Life in Ólafsfjörður is nice, quiet and peaceful. A day for me starts with getting the kids ready for kindergarten then I’m off to work from 8-5. After work I go back home to spend the rest of the evening with my family. That’s how it is off season but during the season there is training and gym after work.