Fréttir frá Golfklúbbi Akureyrar

Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fór fram fimmtudaginn 27. nóvember síðastliðinn. Líkt og venja er þá voru ýmsar viðurkenningar veittar á fundinum.

Víðir Steinar Tómasson var krýndur holumeistari GA 2014. Háttvísisbikar GSÍ fór að þessu sinni til hennar Andreu Ýrar Ásmundsdóttur. Andrea náði frábærum árangri í sumar. Hún varð Íslandsmeistari í sínum aldursflokki í höggleik sem og í sveitakeppni GSÍ þar sem hún spilaði með sameiginlegri sveit GA og Dalvíkur.

Kylfingur ársins 2014 er Tumi Hrafn Kúld. Tumi hefur átt virkilega gott ár. Tumi varð Íslandsmeistari í flokki 17 – 18 ára í holukeppni í sumar og hafnaði í þriðja sæti á stigalista GSÍ í sínum aldursflokki.

GA

Heimild og mynd: www.gagolf.is.