Fréttatilkynning: KF þakkar góðar viðtökur

Á fimmtudaginn var fjáröflunardagur KF og vilja félagar þakka bæjarbúum Fjallabyggðar fyrir stuðninginn. Þá vill félagið þakka öllum þeim iðkendum og foreldrum sem aðstoðuðu okkur. Því miður náðist ekki að fara í öll hús á Siglufirði ásamt því að einhverjir voru ekki heima í báðum byggðarkjörnum og þeir aðilar sem vilja styrkja félagið með kaupum á pappír (salernispappír á 4.500.- og eldhúspappír á 3.500.-) geta haft samband við Óskar (kf@kfbolti.is eða 898-7093) eða Þorra Svein (660-4760) og við mætum á svæðið með pappír við fyrsta tækifæri.

Næsti fjáröflunardagur félagsins verður svo í lok janúar. Félagið vill líka minna á dósamóttökuna sem er milli 17 og 18 á mánudögum á gámasvæðinu Siglufirði en þar taka Doddi, Bjarni og Gulli vel á móti fólki og dósum.
Með kveðju, KF.