Dalvík/Reynir og KF áttu að mættast í Lengjubikarnum í dag á gervigrasinu á Dalvík. Leiknum var hinsvegar frestað vegna veðurs en það var -11 gráður þegar leikurinn átti að fara fram. Ekki var hægt að færa leikinn í Bogann á Akureyri í þetta skiptið og var því leiknum frestað enda talsverð meiðslahætta fyrir leikmenn þegar svo mikill kuldi er.

Ekki er kominn nýr leiktími en næsti leikur KF verður gegn Magna í Boganum, sunnudaginn 19. mars.

KF á enn þrjá leiki eftir í Lengjubikarnum áður en Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn hefst í vor.