Franski sendiherrann heimsótti Hóla

Sendiherra Frakklands á Íslandi, Philippe O’Quinn heimsótti Háskólann að Hólum á föstudaginn síðastliðinn.  Hann talaði á brautskráningu skólans en við skólann eru nú 10 franskir ríkisborgarar.  Kom það sendiherranum á óvart að svo marga Frakka væri að finna við nám og störf á Norðurlandi. Þá kom fram í ræðu hans að hann hefði miklar væntingar til aukins samstarfs milli landanna á sviði menntunar og rannsókna.

 

Franski hópurinn snæddi saman hádegisverð á Ólafshúsi á Sauðárkróki og myndin var tekin við það tækifæri.

frakkar_juni_2015_1500_0Heimild og mynd: holar.is