Framúrskarandi fyrirtæki í Skagafirði

Síðustu fimm ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki teljast til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Í ár eru það 577 fyrirtæki sem komust á listann af þeim 32.691 sem skráð eru í hlutafélagaskrá eða um 1,7%.

Meðal þessara fyrirtækja eru 7 skagfirsk fyrirtæki en það eru: Kaupfélag Skagfirðinga svf., FISK Seafood ehf., Vörumiðlun ehf., Steinull hf., Tengill ehf., Ók Gámaþjónusta ehf. og Raðhús ehf.

Texti: skagafjordur.is