Síðastliðin níu ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar að teknu tilliti til ýmissa þátta sem varða rekstur og stöðu þeirra. Meginmarkmið greiningarinnar er að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa.  Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

Til að uppfylla kröfur Creditinfo þarf að uppfylla eftirfarandi:

 • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
 • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
 • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
 • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
 • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
 • Rekstrarhagnaður (EBIT) hefur verið jákvæður síðustu þrjú rekstrarár
 • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
 • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
 • Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 (breytt skilyrði)

Að þessu sinni komust 857 fyrirtæki á listann og eru Framúrskarandi fyrirtæki 2018 um 2% íslenskra fyrirtækja.

Meðal þessara fyrirtækja eru 10 Skagfirsk fyrirtæki, en það eru:

 • FISK Seafood ehf.
 • Friðrik Jónsson ehf.
 • Kaupfélag Skagfirðinga svf.
 • Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf.
 • Raðhús ehf.
 • Spíra ehf.
 • Steinull hf.
 • Steypustöð Skagafjarðar ehf.
 • Vinnuvélar Símonar ehf.
 • Vörumiðlun ehf.

Heimild: www.creditinfo.is