Framundan hjá Siglfirðingafélaginu

Stjórn Siglfirðingafélagsins hittist í gær til að ræða starfið framundan í vetur. Helst á dagskrá hjá félaginu í vetur er:

  • Esjuganga, sunnudaginn 29. september. Mæting við Esjurætur kl. 11 (ef veður leyfir).
  • Aðalfundur, fimmtudaginn 31. október. Staður ákveðinn síðar.
  • Upplestra- og myndakvöld, síðasta vikan í nóvember. Staður og stund ákveðin síðar.
  • Jólaballið, 27. desember í sal KFUM & K.
  • Pub-quiz í febrúar 2014 og Spurningakeppni átthagafélaganna.
  • Kaffidagurinn í maí 2014.