Það er margt gott sem fram hefur komið í nýrri skýrslu frá samráðshópi Fjallabyggðar varðandi stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála.
Eitt stórt atriði er að sameina íþróttafélög í Fjallabyggð undir eitt nafn, eina stjórn og eitt merki, en undirdeildir fyrir hverja íþróttagrein séu sjálfstæðar rekstrareiningar.
Öll félög keppi undir sama heiti og klæðist sömu búningalitum.
Hérna verða mikil samlegðaráhrif og stór framtíðarsýn að ná þessu í gegn. Rekstrarhagræði sem styrkir faglegt starf þeirra iðkendum þeirra til hagsbóta.
Blakfélag Fjallabyggðar (BF) er dæmi um félag sem er sameiginlegt íþróttafélag og einnig Knattspyrnufélag Fjallabyggðar (KF). Enn eru reknir tveir golfklúbbar og tvö skíðafélög í sveitarfélaginu.