Framsókn með 44,9% í Dalvíkurbyggð

B-listi Framsóknarflokks hlaut 44,9% atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Dalvíkurbyggð. Listinn nær því þremur sætum í sveitarstjórninni, og bætir því við sig tveimur sætum frá því í síðustu kosningum.

D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut tvö sæti í sveitarstjórn með 24,6% atkvæða og J-listinn, óháð framboð hlaut 30,5% atkvæða og 2 sæti, en J-listinn tapar tveimur sætum frá því í kosningunum 2010.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar er því skipuð Bjarna Theódór Bjarnasyni, Kristjáni Guðmundssyni og Heiður Hilmarsdóttur fyrir Framsóknarflokk, Guðmundur Stefán Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir fyrir J-listann og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson og Valdemar Þór Viðarsson fyrir Sjálfstæðisflokk.