Framsókn fékk meirihluta í Skagafirði

Framsóknarflokkurinn hlaut meirihluta atkvæða í Skagafirði eða 45,42% og fimm menn kjörna í sveitarstjórn. Sjálfstæðisflokkur hlaut 26,7% prósent atkvæða og tvo menn kjörna.

Skagafjarðarlistinn fékk 12,81% atkvæða og einn mann, og einnig Vinstrihreyfingin – grænt framboð með 15% atkvæða.

Sveitarstjórn í Skagafirði skipa því Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir fyrir Framsóknarflokk, Sigríður Svavarsdóttir og Gunnsteinn Björnsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Bjarni Jónsson fyrir Vinstri græna og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fyrir Skagafjarðarlistann.