Starfsmenn Kaffi Klöru munu sjá áfram um rekstur tjaldsvæðanna í Fjallabyggð í sumar, líkt og síðasta sumar. Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að framlengja samninginn milli Kaffi Klöru og Fjallabyggðar um rekstur tjaldsvæðanna í sumar. Mikil ánægja hefur verið með rekstur tjaldsvæðanna í Fjallabyggð og hefur starfsfólkið staðið sig frábærlega í að miðla upplýsingum til ferðamanna og birt reglulega myndir á facebooksíðu tjaldsvæðis Fjallabyggðar.