Framleiða glæpaþætti sem gerast á Siglufirði

Sjónvarpsþættir byggðir á bókum Ragnars Jónassonar verða framleiddir. Bækurnar heita; Snjóblinda, Myrknætti og Rof. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari tryggði sér nýverið kvikmyndaréttinn á bókunum og hyggst fara sjálfur með aðalhlutverkið í þáttunum. Þættirnir verða framleiddir hjá Sagafilm.

Bækurnar gerast allar á Siglufirði og sú nýjasta einnig í Héðinsfirði. Þorvaldur Davíð og Sagafilm hafa einnig fengið heimild til að gera sjálfstæða þætti byggða á aðalpersónunni, Ara Þór.