Undankeppni Söngkeppni Samfés, NorðurOrg, var haldin með rafrænum hætti miðvikudagskvöldið 21. apríl síðastliðinn. Helena Reykjalín Jónsdóttir tók þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Neóns úr Fjallabyggð og komst hún áfram með lagið Creep með hljómsveitinni Radiohead.
Hún mun því flytja lagið að nýju í úrslitum Söngkeppnis Samfés sunnudaginn 9. maí sem fram fer í Bíóhöllinni á Akranesi.
Frá þessu var fyrst greint á vef Fjallabyggðar.