Framkvæmdum við Ólafsfjarðarvöll slegið á frest

Eftir fund Knattspyrnufélags Fjallabyggðar og bæjarráðs Fjallabyggðar samþykkti ráðið að leggja til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að fresta úrbótum á Ólafsfjarðarvelli um óáveðinn tíma.

Bæjarráð hafði áður komist að niðurstöðu um að ódýrast væri að endurbæta völlinn með nýju grasi en vilji Knattspyrnufélags Fjallabyggðar er að byggja gervigrasvöll sem nýtist allt árið um kring og sé þar horft til framtíðar. KF óskaði því eftir því að ákvörðunatöku um völlinn yrði frestað fram yfir kosningar.

Í minnisblaði frá verkfræðistofunni Eflu kom frá samanburðarkostnaður á endurbótum á grasvelli og rekstri og nýju gervigrasi og rekstri þess. Mun ódýrara er að reka gras en gervigras og stofnkostnaður er mun lægri.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun eiga síðasta orðið í þessu stóra máli.