Framkvæmdum lokið á dýpkun Sauðárkrókshafnar

Síðustu vikur hefur verið unnið að dýpkun Sauðárkrókshafnar á dýpkunarskipinu Galilei frá Belgíska fyrirtækinu Jan De Nul. Dýpkaður hefur verið snúningshringur innan hafnarinnar ásamt því að dýpkað var við innsiglingu inn í höfnina. Dýpkunin gekk vel en nokkrar tafir urðu á framkvæmdum vegna fasts efnis í botni og fíns efnis á yfirborði innan hafnarinnar. Framkvæmdum lauk um síðastliðna helgi.