Byggðaráð Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við Tréverk ehf. vegna framkvæmda og viðhalds á Sundlaug Dalvíkur en það var eina tilboðið sem barst vegna framkvæmdanna. Tilboð Tréverks var kr. 140.195.750 en kostnaðaráætlun hljóðaði uppá 159.000.000 kr. Þá er áætlað að búnaður kosti kr. 31.189.620.  Samanlagt verður kostnaðurinn því kr. 173.572.230.
Verkið felst í að setja ný yfirborðsefni á laugarkar, breytingum á vaðlaugum og pottum, ásamt yfirborðsefnum og endurnýjun lagna á útisvæði ásamt endurnýjun á hreinsikerfi laugarinnar.