Framkvæmdir við Sundlaug Dalvíkur 2,6 milljónir framúr áætlun

Fjárveiting vegna lagfæringar á Sundlaug Dalvíkur var rúmar 12,5 milljónir kr. en heildarkostnaður framkvæmda endaði í 15,2 milljónir króna og fór verkefnið því rúmlega 2,6 milljónum fram úr áætlun. Viðauka vegna málsins í fjárhagsáætlun var hafnað.  Til að mæta kostnaði voru önnur verkefni sett á bið, en það eru:

  • Íþróttamiðstöð, breyta búningsklefum og laga vegg með stiga, alls 1,9 m.kr.
  • Sundlaug Dalvíkur, útihurð út á pall 300 þ.kr.
  • Dalvíkurskóli, loftræsting á vinnusvæði kennara, 1,0 m.kr.
  • Alls 3,2 m.kr. verkefna sem sett hafa verið á bið.