Framkvæmdir við Skíðasvæði Siglufjarðar að hefjast

Félagið Leyningsás ses, á Siglufirði hefur sótt um framkvæmdaleyfi til skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar vegna byggingu á tengilyftunni Hálsalyftu á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Nefndin hefur samþykkt erindið með fyrirvara um nánari teikningar og hönnun af undirstöðum berist.

Þá hefur  skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar veitt stöðuleyfi fyrir Lyftuhúsi með salernisaðstöðu við Bungulyftu á Skíðasvæðinu í Skarðsdal, en um er að ræða gámaeiningu.