Framkvæmdir við Ólafsfjarðarvöll

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um niðurrif gömlu sjoppunnar við Ólafsfjarðarvöll og byggingu nýrrar sjoppu í staðinn.

Gamla sjoppan var komin til ára sinna, klæðningin brotin og húsið farið að fúna. Mikil þörf var á endurnýjun og því er það fagnaðarefni að tilkynna um þetta samkomulag.
Áformað er að byrja framkvæmdir mánudaginn 19. júní næstkomandi og standa vonir til að nýja sjoppan verði risin fyrir næstu mánaðarmót.