Framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði hefjast 2013
Umhverfisráðuneytið hefur staðfest með bréfi til Bæjarráðs Fjallabyggðar, að ætlunin sé að hefja framkvæmdir við ofanflóðavarnir á Siglufirði á árinu 2013. Áætlunin gerir ráð fyrir að öllum framkvæmdum ljúki árið 2016.
Svæðið nefnist “Fífladalir norður” og mun Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar fjalla nánar um málið. Með þessu er gert ráð fyrir að deiliskipulag við Snorrugötu á Siglufirði verði samþykkt hjá Skipulagsstofnun.