Framkvæmdir við nýja rennibraut Dalvíkinga að hefjast

Næstu daga verða stórar vinnuvélar við sundlaugina á Dalvík en nú eru að hefjast framkvæmdir við nýju rennibrautirnar.  Áætlað er að þær verði komnar upp í byrjun ágúst á þessu ári.  Framkvæmdirnar næstu daga munu ekki hafa áhrif á opnun sundlaugarinnar en þó má búast við smá ónæði frá vélunum á sundlaugarsvæðinu.