Sóknarnefnd Ólafsfjarðarsóknar hefur ákveðið að fara í framkvæmdir við kirkjugarðinn á Kvíabekk. Áætlað er að fylla upp sig á jarðvegi, uppræta snarrót og illgresi, lagfæra garðflöt og tyrfa, lyfta upp og rétta við fallin minnismerki, fjarlægja ónýta leiðisramma og annað til fegrunar kirkjugarðsins.

Tilkynning frá Sóknarnefnd Ólafsfjarðarsóknar:

Þeir sem hafa eitthvað við framkvæmd þessa að athuga eru vinsamlega beðnir að hafa samband við sóknarnefndarformann Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur í síma 895-2571 netfang: vhedins@simnet.is eða sóknarprest Sigríði Mundu Jónsdóttur í síma 466-2220/894-1507 netfang: sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is.