Framkvæmdir við Grunnskólann kostuðu 260 milljónir

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur birt upplýsingar um heildarkostnað við byggingarframkvæmdir við grunnskólann í Ólafsfirði.
Heildarkostnaður við byggingu skólans og breytingar á eldra húsnæði er um 260 m.kr. en upphafleg áætlun um framkvæmdir við skólann miðuðust við um 200 m.kr.
Ljóst er að framkvæmdir við eldra húsnæði skólans voru mun umfangsmeiri en allar áætlanir gerðu ráð fyrir.

Búið er að leiðrétta fjárhagsáætlun og byggingaráform í takt við tilboð sem gerð voru í 1., 2. og 3. verkhluta grunnskólans í Ólafsfirði.