Framkvæmdir og viðhald Leikskóla Fjallabyggðar

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt kostnað vegna viðhalds og framkvæmda fyrir Leikskóla Fjallabyggða á árinu 2015. Forgangsraða þarf verkefnum en lögð er áhersla á hönnun leikskólalóða og val á nýjum leiktækjum fyrir árið 2016.

Á leikskólanum Leikskálum á Siglufirði er lögð áhersla á hönnun á viðbyggingu og eldra húsnæðið verði endurskoðað með tilliti til starfsmannaaðstöðu og framkvæmdir við endurbætur á eldhúsi. Leikskólinn Leikskálar var byggður árið 1993, og er rúmir 580 fermetrar á stærð.

Gert er ráð fyrir alls 11.800.000 milljónum króna í þessi verk. Þyngst vegur þó framkvæmdahlutinn á Siglufirði, en gert er ráð fyrir 7.550.000 milljónum króna.