Framkvæmdir við uppsetningu stoðvirkja í Hafnarfjalli fyrir ofan Siglufjörð eru hafnar. Viðvaranir við gönguferðir upp í Hvanneyrarskál eru því í gildi milli kl. 7:00 og 17:00 mánudaga – laugardaga.

Engar framkvæmdir eru á sunnudögum og göngueiðin því opin nema annað komi fram.   Göngufólk er vinsamlegast beðið að virða lokanir enda mikil hætta á grjóthruni úr fjallinu og er því öll óviðkomandi umferð ofan snjóflóðavarnargarðanna bönnuð á tilgreindum tíma.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjallabyggð.