Framkvæmdir hafnar á Skarðsvegi við skíðasvæðið

Vegagerðin hefur hafið breytingar á Skarðsvegi (793) Skarðsdal í Siglufirði, á kafla sem byrjar skammt neðan við núverandi skíðaskála og nær að fyrirhuguðum skíðaskála sunnan Leyningsár.  Lengd nýja vegkaflans er um 1,22 km auk 5.300 m2 bílastæðis við efri enda kaflans. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. október. Í byrjun júlí voru settir upp vinnuskúrar við skíðaskálann og stórvirkum vinnuvélum var komið á staðinn.

Við þessar breytingar verður til nýtt byrjendasvæði fyrir skíðafólk, áætlað er að setja upp svokallað töfrateppi, neðsta lyftan færist til og T-lyftan styttist. Umsjónarmenn Skíðasvæðisins í Skarðsdal hafa barist fyrir þessum miklu breytingum undanfarin 10 ár og núna eru draumar að rætast.