Framkvæmdir að hefjast við göngustíg á Dalvík

Á næstu dögum hefst vinna við malbikaðan göngustíg á Dalvík sem liggur meðfram þjóðvegi frá Skíðabraut og að afleggjaranum að Böggvisstöðum. Áætlað er að vinnu við göngustíginn verði lokið í sumar.

Göngustígurinn sem kostar rúmar 40 miljónir er samstarfsverkefni Dalvíkurbyggðar og Vegagerðarinnar og verktaki er Steypustöðin.

Framkvæmdir að hefjast við göngustíg