Vegagerðin hóf breytingar í ágúst á Skarðsvegi (793) Skarðsdal í Siglufirði, á kafla sem byrjar skammt neðan við núverandi skíðaskála og nær að fyrirhuguðum skíðaskála sunnan Leyningsár.  Lengd nýja vegkaflans er um 1,22 km auk 5.300 m2 bílastæðis við efri enda kaflans, sem mun taka um 200 bíla, en gamla stæðið tók 50 bíla. Áætlað er að verkinu verði lokið fyrir 1. október.

Við þessar breytingar verður til nýtt byrjendasvæði fyrir skíðafólk, neðsta lyftan fer upp á Súlur og verður kölluð Súlulyfta og T-lyftan styttist í 800 metra en var áður 1000 metrar, eða um tvö möstur. Við þessar breytingar mun skíðasvæðið byrja í 320 metrum yfir sjávarmáli, en var áður í 200 metrum yfir sjávarmáli.