Bæjarráð Fjallabyggðar hefur hafnað 30 milljón króna styrkbeiðni frá Golfklúbbi Siglufjarðar vegna framkvæmdar við uppbyggingar á inniaðstöðu fyrir golfáhugamenn í Fjallabyggð. Golfklúbbur Siglufjarðar óskaði eftir því að styrknum yrði skipt á tvö ár. Áætlaður kostnaður vegna húsnæðiskaupa og uppbyggingar húsnæðis og frágangs að innan var 26,5 milljónir og þá var húsnæðissköpun að innan áætluð 3,5 milljónir.

Ekki er ljóst hvað verður um þessa framkvæmd þar sem styrknum var hafnað í ár.