Fjallabyggð hefur hafnað Golfklúbbi Fjallabyggðar um 30 milljón króna framkvæmdastyrk sem félagið óskaði eftir í haust. Félagið óskaði eftir styrki vegna uppbyggingar og framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Möguleiki var að skipta styrknum niður á 3 ár. Gert var ráð fyrir að framkvæmdum vallarins yrði lokið 2025.

Frá árinu 2012 hefur Fjallabyggð lagt 28 miljónir til framkvæmda á Skeggjabrekkuvelli. Óhætt er að segja að þetta fjármagn hafi verið vel nýtt og mikið gert fyrir takmarkað fé í ljósi þess að uppbygging
einnar golfholu getur kostað um 15 milljónir.