Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitir styrki

Alls hafa fimm­tíu verk­efni fengið styrk úr Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða fyr­ir sam­tals 244 millj­ón­ir króna fyr­ir árið 2014. Verk­efn­in fá styrk til hönn­un­ar og fram­kvæmda á ferðamanna­stöðum. Þeir staðir sem á Norðurlandi sem fengu styrk voru meðal annars:

Akureyrarstofa –Kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Kr. 3.200.000 styrkur vegna lokahönnunar, smíði, flutnings og uppsetningu á kennileiti fyrir Heimskautabauginn í Grímsey sem byggir á vinningstillögu úr samkeppni um verkefnið. Markmið styrksins er að draga fram sérstöðu eyjarinnar og legu hennar við heimsbaug.

Blönduósbær – Fuglaskoðun á Einarsnesi í Blönduósbæ. Kr. 4.085.000 styrkur til uppbyggingar á fuglaskoðunarstað við Blöndu. Markmið styrkveitingar er að byggja upp innviði fyrir fuglaskoðun og náttúrutengda ferðaþjónustu við Blönduós.

Dalvíkurbyggð – Friðland Svarfdæla,aðgengi, upplýsingar, öryggi. Kr. 500.000 styrkur til merkingar á gönguleið um, brýr yfir skurði og stýring gönguleiða til að vernda viðkvæm svæði. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi um friðlandið og gera það aðgengilegt til útivistar án þess að gengið sé um of á viðkvæmustu svæðin.

Eyjafjarðarsveit – Merking og stikun gönguleiða í Eyjafjarðarsveit. Kr. 1.000.000 styrkur til merkingar á gönguleið upp á fjallið Kerlingu og leiðina frá Kristsnesi að Súlumýrum auk vegpresta og upplýsingaskilta. Markmið styrksins er að auka öryggi verðamanna, koma í veg fyrir átroðning á viðkvæmum svæðum og auka möguleika til útivistar.

Sveitarfélagið Skagafjörður –Arnarstapi í Skagafirði: Lagfæring, hönnun, stígagerð og merkingar. Kr.3.700.000 styrkur til hönnunar og framkvæmda í kringum minnismerki um Stephan G. Stephansson. Markmið styrkveitingar er að hlúa að þessu helsta kennileiti Skagafjarðar, bæta öryggi ferðamanna og styrkja aðstöðu með bættu aðgengi.

Alla styrkina má sjá hér.