Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir styrki
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamananstöðum árið 2016. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 16. október 2015.
Verkefni verða að uppfylla amk. eitt af eftirfarandi skilyrðum
- Verkefnið er til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila eða á náttúruverndarsvæðum.
- Verkefnið er til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila.
- Verkefnið er til undirbúnings- og hönnunarvinnu sem er nauðsynleg vegna framkvæmda á ferðamannastöðum eða á náttúruverndarsvæðum.
Áherslur og ábendingar til umsækjenda
- Framkvæmdasjóðurinn leggur sérstaka áherslu á verkefni þar sem horft er til heildarmyndar ferðamannastaða og ferðamannaleiða.
- Framlög til einkaaðila eru háð því skilyrði að um sé að ræða ferðamannastaði sem eru opnir almenningi.
- Að jafnaði getur styrkur ekki numið hærri upphæð en 50% af kostnaði.
- Við yfirferð umsókna er tekið mið af gæðum og trúverðugleika umsókna, mikilvægi verkefnis m.t.t. markmiða Framkvæmdasjóðsins og Ferðamálaáætlunar 2011-2020, sjálfbærnisjónarmiða, nýnæmis o.fl.
- Áherslur Framkvæmdasjóðsins er varða skipulag og hönnun, útlit og gæði mannvirkja og merkinga koma m.a. fram í:
Umsóknarfrestur er til kl. 15:00, 16. október 2015. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. Allar nánari upplýsingar hjá Ferðamálastofu.