Framhaldsaðalfundur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar

Eins og komið hefur fram þá tókst ekki að mynda stjórn né fullmanna í ráð félagsins á aðalfundi þess sem fram fór 3.maí síðastliðinn. Knattspyrnufélag Fjallabyggaðr boðar því til framhaldsaðalfundar þriðjudaginn 17.maí kl. 20:00 í vallarhúsinu á Ólafsfirði.
Samkvæmt lögum félagsins skal stjórn félagsins skipuð sjö aðilum (formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og þrír meðstjórnendur, þar af einn fulltrúi iðkenda sem er yngri en 25.ára). Eftir því sem fram kom á aðalfundi félagsins þá vantar þrjá aðila til að fullmanna stjórn félagsins.
Í félaginu eru einnig starfandi tvö ráð, annars vegar meistaraflokksráð og hins vegar barna- og unglingaráð. Lög félagsins gera engar kröfur um fjölda aðila í þessi ráð en miðað við það sem fram koma á aðalfundinum þá væri æskilegt að fá inn a.m.k. einn aðila í viðbót í hvort ráð.
KF stendur á nokkrum tímamótum núna. Meistaraflokkur félagsins er að mestu skipaður uppöldum strákum og hefur hlutverk þeirra í liðinu aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Áhugi hefur myndast að skoða þann möguleika að koma á laggirnar meistaraflokki kvenna og skrá þær á Íslandsmót á næsta ári. Barna- og unglingastarfið gengur ágætlega en mikilvægi þess að fá fleiri iðkendur er eitt af því sem þarf að leggja vinnu í ásamt því að ná betur utanum hvern flokk fyrir sig.
Til að félag eins og KF, líkt og önnur félagastarfsemi, geti haft góð starfsskilyrði þá þarf utanumhaldið að vera gott. Þetta utanumhald felst m.a. í því að áhugafólk um félagið og íþróttina, foreldrar og iðkendur vinni vel saman til að skapa sem hagstæðustu skilyrðin fyrir alla iðkendur. Það að ná að fullmanna stjórn félagsins, hafa nægilega marga í bæði meistaraflokksráði og barna- og unglingaráði og ná að virkja foreldra í t.d. foreldraráð (þ.e. aðstoða félagið og þjálfara) er stór þáttur í að skapa góð starfsskilyrði.
Félagið hvetur því áhugafólk, foreldra og aðra til að sem hafa áhuga á að starfa fyrir félagið, hvort sem það er í stjórn, meistaraflokksráði, barna- og unglingaráði eða foreldraráði að hafa samband fyrir framhaldsaðalfundinn.
Félagið hvetur líka áhugafólk, foreldra og aðra til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í þeim umræðum sem fram muni fara.
Með knattspyrnukveðju,
Stjórn KF.