Framboðskynningar í Fjallabyggð – 4. sæti X-D

Ólafur Stefánsson skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð. Ólafur er 33 ára, fæddur í Reykjavík en fluttist í Fjallabyggð árið 2015. Ólafur er kvæntur Eddu Björk Jónsdóttur.
Ólafur er með B.A gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem fjármálastjóri hjá Primex.
Helstu áhugamál Ólafs eru ferðalög, íþróttir, gönguskíði og útivera einnig þegar tími gefst þá dundar hann sér við að gera dúkristur.
Félags-, tómstunda- og íþróttamál eru Ólafi ofarlega í huga en einnig atvinnu og umhverfismál.
Ólafur vill taka þátt í að gera Fjallabyggð að sterkari heild og halda áfram að efla það góða samfélag sem við búum í.