Tómas Einarsson skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð. Tómas er 47 ára fæddur í Reykjavík en fluttist til Ólafsfjarðar 1995. Tómas er kvæntur Þuríði Guðbjörnsdóttur þau eiga þrjú börn, Atla 28 ára, Ólöf Þóru 22. ára og Einar Breka 18 ára barnabörnin eru tvö þeir Oliver Ares og Hrólfur Tómas.
Tómas er menntaður Steinsmiður með stúdentspróf frá MTR, hann er einnig framkvæmdarstjóri og eigandi Skiltagerðar Norðurlands ásamt því að sinna ýmsum öðrum störfum. Helstu áhugamál Tómasar eru afadrengirnir og fjölskyldan sem og skíði, fjallahjól og almenn útivist sem skipa stóran sess.
Það er Tómasi hugleikið að gera Fjallabyggð að fyrirmyndarsamfélagi fjölskyldufólks, bæta námsumhverfi og hvetja alla til allra góðra verka sem bæta og auðga okkar samfélag. Skapa sátt og samhug meðal íbúa Fjallabyggðar.