Fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar

Fræðslufundur fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar verður haldinn miðvikudaginn 23. janúar kl. 17.30 í skólahúsinu við Norðurgötu.

Dagskrá fundarins:

1.  Kynning á sjálfsmatstækinu Skólapúlsinn

2.  Kynning á hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar og vinnunni í skólanum.

3.  Erindi námsráðgjafa um hvernig foreldrar geta stutt börn sín í náminu, aukið metnað og trú á eigin getu.