Til stendur að opna vinnustofu í kjallara bókasafnsins í Ólafsfirði þar sem opnuð yrði Fræðslu- og þjónustumiðstöð á vegum Drekaslóðar fyrir þolendur alls kyns ofbeldis og aðstandendur þeirra.  Óskað hefur verið eftir framlagi Fjallabyggðar á móti leiguverði húsnæðis og hefur Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkt tímabundin samning til n.k. áramóta.

Fyrir hverja er Drekaslóð?

Drekaslóð er þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra.

  • Fyrir karla og konur.
  • fyrir fólk sem hefur lent í einelti í æsku eða á fullorðinsárum.
  • Fyrir fólk sem hefur verið beitt hverskonar kynferðislegu ofbeldi.
  • Fyrir alla sem hafa verið beittir hvers konar ofbeldi í parasamböndum.
  • Fyrir heyrnarskerta.
  • Fyrir fatlaða
  • Fyrir fjölskyldur, vini og ættingja þolenda ofbeldis.
  • Fyrir maka þolenda ofbeldis.
  • Fyrir fólk sem þurfti að þola vanrækslu í æsku.
  • Fyrir alla sem hafa þurft að líða vegna ofbeldis.
  • Fyrir þá sem vilja fræðslu um ofbeldi.