Fræðsla um eldvarnir í Leikskólum Fjallabyggðar hafin

Nemendur í elstu deild leikskólans Leikskála á Siglufirði tóku á móti Slökkviliði Fjallabyggðar í dag. Þar með hófst fræðsla um eldvarnir sem mun standa fram á næsta vor með reglulegu millibili.
Um er að ræða samstarfsverkefni slökkviliðsins og Leikskóla Fjallabyggðar þar sem slökkviálfarnir Logi og Glóð leika aðalhlutverkið.
Leikskólabörnin fá fræðslu um eldvarnir heimilanna og leikskólarnir ábyrgjast að eldvarnir á leikskólanum séu í lagi.
Krakkarnir læra að þekkja hætturnar og hvernig skuli bregðast við komi upp eldur.
Þá kynnast þau búnaði sem getur komið í veg fyrir eld.
Slökkvilið Fjallabyggðar greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag ásamt myndum.
May be an image of 3 manns, barn, people standing og innanhúss